Slysaskrá Vinnueftirlitsins
Staðtölur slysa
Slysaskrá Vinnueftirlitsins er haldinn samkvæmt lögum nr 46 / 1980.
Hún tekur til vinnuslysa sem tilkynnt hafa verið Vinnueftirlitinu samkvæmt
þeim lögum. Þar er um að ræða vinnuslys á landi, sem valda fjarvist sem nemur degi
til viðbótar við slysdag eða eru í eðli sínu alvarleg.
Skráin inniheldur upplýsingar um banaslys við vinnu í landi frá 1961 að telja
til dagsins í dag og síðan slys sem hafa verið tilkynnt Vinnueftirlitinu frá 1984
að telja.
Markmið með því að skráin sé höfð aðgengileg
á vef Vinnueftirlitsins er að auðvelda fyrirtækjum, starfsmönnum, stofnunum nemum
og fræðimönnum notkun þessara gagna hvort sem er við gerð áhættumats, til viðmiðs,
eða til sérhæfðra verkefna sem unnin eru á vegum stofnana eða einstaklinga. Von
Vinnueftirlitsins með þessu er að tryggja að upplýsingar um vinnuslys séu aðgengilegar
og þannig tryggja betur möguleika allra á vinnumarkaði sem og annarra til að taka
þátt í baráttu okkar fyrir bættu og slysalausu vinnuumhverfi.
Mikilvægt
er við notkun skrárinnar að skilgreina hvað á að skoða til að auðvelda og hraða
úrvinnslu.
Dagsetning slyss:Gefur
möguleika á að skoða ákveðið árabil, eða mánaðatímabil. Ljóst er að þröskuldur til
að tilkynna vinnuslys hefur eitthvað breyst í áranna rás og getur því verið skynsamlegt
að takmarka tímabilið t.d. miðað við síðustu 5 ár, 10 ár eða önnur tímabil sem hentar
því verkefni sem verið er að vinna að.
Kyn karlar,konur
Aldur
er í flokkabreytum, fram til 18 ára, 19 til 24 og síðan í fimm ára bilum til 79 ára og síðan 80 +
Atvinnugreinar eru flokkaðar
eftir yfiratvinnugreinum.
Slys
eru flokkuð sem vinnuslys, slys á borgurum sem eru þá slys á almenningi á vinnusvæðum
eða á stöðum sem Vinnueftirlitið hefur eftirlit með. Þá eru nokkur slys sem varða
aðila á leið úr og í vinnu. Hér er öllu jöfnu
mikilvægt að velja liðinn vinnuslys.
Staða
vísar til hvaða stöðu hinn slasaði gegndi.
Tegund vinnu,
vísar til hvaða vinnutímafyrirkomulag var hjá hinum slasaða.
Orsakavaldur,
vísar til hvaða búnaður eða þáttur var ráðandi orsök slyss, hér þarf að athuga menn
voru ekki skráðir orsakavaldar fyrr en frá lok árs 2003 að telja.
Aðstæður
vísar til þess við hvaða verk eða vinnu hinn slasaði var að glíma þegar að slysinu
kom. Umönnum manna kemur ekki inn sem aðstæður fyrr en frá lok árs 2003 að telja
Orsök áverka
vísar til þess hvað gerðist t.d. fall eða högg sem framkallaði áverkann.
Líkamshluti
vísar til hvaða svæði líkamans varð fyrir áverkum. Meiri hluti líkamans kemur ekki
inn í skránna fyrr en eftir 2003.
Tegund áverka
vísar til tegunda meiðsla, brot eða blæðing o.s.frv. Hér er ekki um læknisfræðilega
greiningu að ræða, heldur niðurstöðu athugunar eða eftirgrennslunar þess sem tilkynnti.
Afleiðing
vísar til afleiðinga m.t.t. fjarveru frá vinnu og einnig banaslysa
Í skránni kemur fyrir allvíða að gögn vantar eða upplýsingar séu óvissar, og er
það tekið fram sérlega í úrvinnslutöflum.
Hægt er að skilgreina hverja ofan greindra breytna á x- ás og tvinna hana síðan
sama við aðrar af ofangreindum breytum á y-ás.
Hægt er að vera með fleiri en eina x eða y ás breytu en það er öllu jöfnu ekki hentugt
nema hvað varðar t.d. kyn.
Tafla sem þannig kemur út má síðan færa yfir í töflureikni með einum hnapp neðst
á síðunni.
Ef upp kemur “Server Error in '/SlysaskraningPublic' Application” eða einhver önnur villa þá vinsamlega hafið samband og segið frá í hvaða aðgerð þið
voruð,
bendum á að
ábendingasíðan okkar hentar mjög vel til
að skilja eftir skilaboð. Einnig má nota netfangið forritun hjá ver.is vegna villuboða.